Hæ aftur.
Ég er ekkert búinn að skrifa í soldin tíma af því ég var ekki í stuði til að deila. Koma þannig tímabil. En nú virðist ég vera að opnast aftur.
Ég var líka að vinna í nýjum gjörning.
Ætla að bjóðast til að heimsækja fyrirtæki og stofnanir til að tala um mínar reynslur og afhverju ég er bjartsýnn fyrir framtíðinni. Hef gert þetta áður nokkrum sinnum. Gekk alltaf mjög vel, þangað til seinast. Þá var ég í ástarsorg, burnouti og þunglyndur.
En það er í langtíburtistan, er eins og nýr maður í dag.
Hlakka til að spjalla við hópa af fjölbreyttu fólki og heyra þeirra viðhorf á vel valin málefni.
Ætla að horfa á Eurovision í fyrsta skiptið í meira þrjátíu ár. Virði það að margir mótmæla stríðinu um Gaza með því að fórna gleðinni sem fylgir Eurovision. Fórn til guðanna til að binda endi á þennan sársauka sem hefur áhrif á okkur öll.
En að horfa á þetta hefur verið sársauki fyrir mig öll þessi ár. Það er Akkilesarhællinn minn að ég fæ gjarnan lögin úr Eurovision á heilan þegar ég heyri þau. Það bergmálar um í hausnum á mér í vikur eftir á jafnvel mánuði, truflandi hugsanirnar sem ég er að rækta og fylgja í lífinu.
Portúgal var göldrótt ferðalag. Ég átti kraftmikil samskipti við fólkið sem kom með mér. Líf nokkurra breyttist tilfinnanlega á þessum tíma. Ég vann úr hugmyndum og sjálfum mér.
Set myndir inn einhversstaðar.
Tók upp fyrsta podcastið í Reykjavík Roundtable. Pilot þáttur #1. Við gerum nokkra og sjáum hvernig fer.
Verður um stöðuna á Íslandi.
Hvað annað skal segja. Ég er heppinn að vera á lífi. Þakklátur fyrir að vera Íslendingur.
Maður vinnur stundum og tapar stundum.
Þetta reddast.
#42 #brassiart