Halló.
Þarna sleppti ég einni viku. Afsakið það.
Ég átti krefjandi viku. Tók á sálartetrinu. Þurfti að vinna í sjálfinu og gömlu tráma.
Það er oft erfitt en gott þegar það koma kringumstæður þar sem eitthvað kemur upp sem minnir á eitthvað sem gerðist í fortíðinni og líkaminn bregst ennþá við því með einhverjum varnar mechanisma. Veiku blettirnir okkar. Ef við gefum þessu pláss tíma og athygli, trúum á sjálf okkur og erum ekki að hlaupast undan því að taka við óttanum[sem fær bara að flæða í gegnum okkur]. Þá fær líkaminn tækifæri til að laga sárið og við fáum að búa aðeins nær raunveruleikanum.

Í seinustu viku bauð Guðni Th mér í kaffi á Bessastöðum. Faðir minn Karl Grönvold hefur lesið margar bækur um vísindi, hann segir að bækurnar hans Guðna séu mjög góðar.
Við ræddum framtíðar plön. Veðja að það verði ekki langt í næstu bók hjá honum.
Ég velti fyrir mér að bjóða mig fram til forseta. Ákvað að gera það ekki. En fór það langt að ég ætlaði að láta gera ný jakkaföt fyrir framboðið. Það sem ég hefði gert væri að fókusa á heilbrigði, menntun og nýsköpun. Nýta embættið til að beina athyglinni að lausnamiðuðum fókus.
Ég man ekki hver það var sem sagði við mig að “Allir Íslendingar sem ferðast eru sendiherrar þjóðarinnar, afþvi við erum svo fá að innfæddir erlendis eru yfirleitt að hitta Íslending í fyrsta skiptið.” Það var fyrir löngu síðan, þegar maður spurði ennþá alla útlendinga hérlendis “How do you like Iceland?” með einlægri forvitni. Nú vitum við að þetta er besta land í heiminum og það þarf ekki að spyrja.
Samt margt sem má betur fara.
Það féll í mér hjartað þegar Katla, tíkin mín meiddi sig í fætinum og gat ekki sett þungan á hann. Líklegast tognun. Hún jafnar sig. En úff, erfitt að sjá sársauka þeirra sem maður elskar.
Hún er fín núna.
Hélt upp á 42 ára afmælið mitt á hlaupársdag. Var gaman að sjá hvað ég á fjölbreyttan og flottan hóp af vinum.
Erum búin að funda um ferðina til Portúgals. Leggjum af stað í næstu viku. Við byrjum í Lissabon og ferðumst svo þaðan til að heimsækja svæði þar sem listafólk býr og skapar.
Mun líklega segja frá því hér…
Er soldið down núna þannig ég læt þetta duga.
Sjáumst eftir viku eða tvær.
Ást og friður.